Karlalið ÍBV í knattspyrnu og rokksveitin Hoffman fóru í hljóðverið Island Studios í Vestmannaeyjum í gær og tóku upp lagið Slor og skítur eða Dúrí dara. Lagið hafa Eyjamenn sungið í búningsklefanum eftir sigurleiki en nú á að gera enn betur og gefa lagið út í endurbættri útgáfu Hoffmanliða. Upptökum lauk seint í gærkvöldi og höfðu Hoffmanliðar þá verið sleitulaust í 14 klukkustundir í hljóðverinu ásamt upptökumanni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst