Eyjamenn unnu annan leik sinn í röð í kvöld þegar þeir lögðu Grindavík að velli á Hásteinsvelli 3:1. Gauti Þorvarðason, sem var í annað sinn í byrjunarliði ÍBV kom sínu liði á bragðið með gullfallegu marki á 22. mínútu þegar hann negldi boltanum viðstöðulaust við vítateigslínuna, beint í mark Grindvíkinga en markvörður þeirra hreyfði sig ekki. Eyjamenn komust í 2:0 áður en Grindvíkingar minnkuðu muninn þrem mínútum fyrir leikslok. Lokaorðið átt hins vegar varamaðurinn Viðar Örn Kjartansson.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst