Hermann gæti misst af byrjun tímabilsins með Portsmouth
1. ágúst, 2009
Landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson er á sjúkralista hjá Portsmouth eftir að hafa tognað í læri í æfingarleik gegn Eastleigh á dögunum og fór því fyrir vikið ekki með liðsfélögum sínum í æfingarferð til Portúgal.