Ekkert lið í efstu deild hefur fengið jafn mörg rauð spjöld og ÍBV en Eyjamenn hafa fengið sjö rauð spjöld í fimmtán leikjum, eða rétt tæplega rautt spjald í öðrum hverjum leik. Þá er ÍBV með langflest refsistig, þar sem eitt stig er gefið fyrir gult spjald og fjögur fyrir rautt. ÍBV er með 57 refsistig en Þróttur og Fjölnir, sem eru með næst flest refsistig, eru með 49.