Kvennalið ÍBV átti ekki í teljandi vandræðum með FH þegar liðin mættust á Hásteinsvelli í kvöld. ÍBV hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitum 1. deildar enda er liðið í efsta sæti B-riðils. FH er líka nokkuð öruggt með sæti í úrslitum en fjögur lið úr A- og B-riðli 1. deildar komast í úrslitin. ÍBV lagði FH að velli 4:0 í kvöld en staðan í hálfleik var 1:0.