Í kvöld klukkan 20.00 verða stórtónleikar í Höllinni þegar Frostrósir halda sína glæsilegu jólatónleika. Hópurinn er á hringferð um landið eftir vel heppnaða tónleika í höfuðborginni en þau Margrét Eir, Guðrún Gunnars, Hera Björk, Friðrik Ómar og Jóhann Friðgeir munu syngja jólin inn í Eyjum. Auk þeirra mun Hrynsveit Frostrósa, strengjakvartett og félagar úr skólakór Kársness.