Eins og undanfarin ár gefur vikublaðið Fréttir út sína árlegu Jólagjafahandbók en handbókin kemur út með blaðinu í kvöld. Jólagjafahandbók Frétta er stútfull af skemmtilegu efni sem tengist jólunum á einn eða annan hátt auk þess sem lesendur geta fengið góða hugmynd að jólagjöfinni í ár. Meðal þess sem er að finna í blaðinu er viðtal við þríburaforeldrana Urszula Voniewska Roguski og
Piotr Roguski en þríburarnir voru fyrstu börn ársins 2009 og eru að fara upplifa sín fyrstu jól.