Það hefur heldur betur ræst úr veðrinu en Þorláksmessudagurinn byrjaði ekki vel, hríð og erfið færð. En eftir því sem liðið hefur á daginn hefur veðrinu slotað og nú síðdegis er komið prýðisgott veður. Það má því búast við að það verði sannkölluð jólastemmning í miðbænum í kvöld en verslanir eru allar opnar til klukkan 22.00 í kvöld.