Nú styttist óðum í nýtt handboltafár á Íslandi en í kvöld leikur íslenska karlalandsliðið gegn Serbíu á Evrópumeistaramótinu í Austurríki. Fyrirfram er búist við erfiðum leik, þótt íslenska liðið sé af mörgum talið sigurstranglegra. Leikirnir verða í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins en fyrir þá sem vilja horfa á leikina í alvöru stemmningu, þá verða leikjunum varpað upp á risaskjá á Volcano Café.