Dagana 20. janúar til 4. febrúar halda þingmenn Sjálfstæðisflokksins 40 opna fundi um land allt. Þar ræða þeir stjórnmálin í víðu samhengi, m.a. Icesave, sjávarútvegsmál, þjóðaratkvæðagreiðslu og skattamál. Miðvikudaginn 20. janúar verður fundur í Ásgarði, Vestmannaeyjum með alþingismönnunum Unni Brá Konráðsdóttur og Guðlaugi Þór Þórðarsyni.