Í dag átti karlalið ÍBV í handbolta að leika gegn Þrótti í Reykjavík. Hins vegar reyndist ekki flugfært til Eyja í dag og því varð að fresta leiknum. Nýr leiktími er á morgun, sunnudag klukkan 14.00. Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu Austurbergi í Breiðholtinu.