Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra virðist ætla áfram að krossleggja puttana og vona að Hæstiréttur reddi nú málunum fyrir hann. Enginn vilji virðist vera til að taka á þessu stóra vandamáli á heildstæðan máta. Talsmaður neytenda lagði fram tillögur á sínum tíma um að skipaður yrði gerðadómur til að leita ásættanlegrar niðurstöðu fyrir bæði lánveitendur og lántakendur.