Síðdegis miðvikudaginn 17. febrúar var lögreglan í Vestmannaeyjum kölluð að heimahúsi hér í bæ vegna manns sem hafði ruðst inn í húsið og var með ógnanir. Þegar lögregla kom á staðinn var maðurinn farinn en hann var sagður undir áhrifum áfengis. Maðurinn vildi ræða við fyrrverandi sambýliskonu sína sem þarna bjó og var með ógnanir gagnvart konu sem þarna var gestkomandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum og má lesa hér að neðan.