Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja vildi sem minnst tjá sig um niðurstöðu varðandi rekstur Herjólfs þegar siglingar í Landeyjahöfn taka við. Eins og áður hefur komið fram hefur Vegagerðin samið við Eimskip um áframhaldandi rekstur en Elliði segir að enginn sé betur til þess fallinn að reka skipið en heimamenn. Vestmannaeyjabær hafði leitast eftir því að hefja viðræður um að taka yfir rekstur ferjunnar.