Nú styttist óðum í að þjóðin fái að láta álit sitt á Icesave samningnum í ljós í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem áætlað er að fari fram laugardaginn 6. mars. Kjörstaður í Vestmannaeyjum verður í Barnaskóla Vestmannaeyja og er gengið inn um norður- og suðurdyr. Aðgengi fyrir fatlaða er um norðurdyr. Kjörfundur hefst klukkan 9.00 árdegis og lýkur klukkan 22.00 að kveldi sama dags.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst