Útgerðarstjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir mikla ásókn í störf um borð í nýjum frystitogara sem fyrirtækið hefur keypt af þrotabúi dótturfélags Nýsis. Ráða þarf í rúmlega tuttugu stöður um borð og segir Guðni Ingvar Guðnason útgerðarstjóri að nú þegar hafi tvöfalt fleiri fyrirspurnir borist eftir að auglýst var eftir skipstjóra.