Loðnubátarnir streymdu með fullfermi til Eyja í dag af miðunum í Faxaflóa. Samtals átta skip með um 9000 tonn og vinnsluskipið Huginn kom inn til að losa sig við hrat. Vinnsluskipið Guðmundur var á miðunum að frysta loðnu. Öll loðnan fer í hrognavinnslu og var búið að vinna hátt í 2000 tonn af hrognum sem er dýrasta afurðin sem loðnan gefur. Vertíðin er að syngjast upp og ekki er gert ráð fyrir viðbótarkvóta nema að vesturganga komi þetta árið.