Gandí VE 171, skip sem Vinnslustöðin festi nýlega kaup á, verður tilbúinn á veiðar í apríl. Um er að ræða vinnsluskip á uppsjávarafla og grálúðu. Einnig er hægt að gera hann út á ísfisk. Mikil ásókn er í pláss á Gandí. Guðni Ingvar Guðnason, útgerðarstjóri VSV, segist sannfærður um að kaupin á Gandí, sem áður hét Rex, eigi eftir að reynast happadrjúg fyrir félagið. „Hann er fyrst og fremst hugsaður til að auka möguleika okkar í veiðum og vinnslu,“ sagði Guðni.