Krabbameinsfélagið leitar um þessar mundir að sjálfboðaliðum um land allt til að selja skeggnæluna fyrir baráttuna gegn krabbameini í körlum á laugardaginn. Í ár vill Krabbameinsfélagið vekja keppnis- og baráttuandann í brjósti karla og rjúfa þögnina um krabbamein karla. Því biður það fólk um land allt að styðja við átakið með sjálfboðavinnu á laugardaginn, en hægt er að hafa samband við fulltrúa krabbameinsfélagsins á hverjum stað.