Karlalið ÍBV mætir í kvöld öðru úrvalsdeildarliði í Lengjubikarnum þegar Eyjamenn og Breiðablik leiða saman hesta sína. Leikurinn fer fram í Kórnum í Kópavogi og eru stuðningsmenn ÍBV á höfuðborgarsvæðinu hvattir til að styðja við sitt lið. Þeir hinir sem verða út í Eyjum í kvöld geta fylgst með leiknum á vefsíðunni SportTV.