Frjálslyndi flokkurinn hefur útilokað framboð með öðrum flokkum í Vestmannaeyjum í sveitastjórnarkosningunum 29. maí. Georg Eiður Arnarson skrifar á bloggsíðu sinni um málið en hann segir að ýmsar þreifingar hafi átt sér stað síðustu vikur sem hafi ekki skilað viðunandi árangri. „Staðan er því þannig að við Frjálslynd munum gefa okkur a.m.k. eina viku til að taka ákvörðum um það hvort við bjóðum fram sem Frjálslynd eða Frjálslynd og óháð, en það er mín skoðun og ósk að þessi mál verði kláruð sem fyrst.“