Vestmannaeyjabær undirbýr framkvæmdir við nýtt tjaldstæði á bráðabirgðasvæði eftir að yfir 60 íbúar mótmæltu hugmyndum um stækkun tjaldstæðisins. Íbúarnir kvarta yfir ónæði, jarðraski og eyðileggingu varplands mófugla. Gunnlaugur Grettisson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir brýnt að koma upp nýjum tjaldstæðum fyrir sumarið í ljósi samgöngubreytinga með tilkomu Landeyjahafnar.