Sunnlenska útvarpsstöðin Suðurland FM 96,3 verður á faraldsfæti í maí og mun verða með framboðsfundi í beinni útsendingu síðustu tvær vikurnar fyrir kosningar. Alls verða fundirnir sex talsins og verður útvarpað beint frá hverju bæjarfélagi þann dag sem fundurinn er. Rætt verður við forystumenn flokkanna og farið yfir þau mál sem helst brenna á heimamönnum. Ferðalagið byrjar í Vestmannaeyjum þann 18. maí og endar á Selfossi þann 27. maí. Fundarstjóri verður Valdimar Bragason. Mun hann njóta aðstoðar eins heimamanns á hverjum stað og hefjast allir fundirnir kl. 20 og standa til kl. 22.