Fótboltastelpurnar spiluðu tvo leiki um helgina í Lengjubikarnum. Á föstudagskvöld spiluðu þær gegn FH. Okkar stelpur voru 1-0 yfir í hálfleik með marki frá Kristínu Ernu Sigurlásdóttur eftir glæsilegan undirbúning frá Lerato. Okkar stelpur sofnuðu heldur betur á verðinun í seinni hálfleik og fengu á sig 3.mörk á 10 mínútna kafla. Lokatölur því 3-1 fyrir FH. Á laugardag léku stelpurnar gegn Haukum og lauk leiknum með jafntefli 2-2.