Tafir hafa orðið á framkvæmdum við Landeyjahöfn vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Nú er útlit fyrir að Herjólfur fari í sína fyrstu ferð að bryggju í Bakkafjöru 21. júlí. Áður var miðað við framkvæmdum lyki 1. júlí og Herjólfur gæti hafið siglingar fyrir goslokahátíð sem hefst í Eyjum 2. júlí. Hátt í 100 manns starfa nú við hafnargerðina við ýmsa verkþætti.