Island Studios hvetur sjómenn í Eyjum í Sjómannalagakeppni Rásar 2
5. maí, 2010
Nú er að hefjast Sjómannalagakeppni Rásar 2 en keppnin hefur vakið mikla athygli undanfarin ár. Leitað er eftir frumsömdum sjómannalögum við frumsamda texta og er skilafrestur til 25. maí næstkomandi. Island Studios í Vestmannaeyjum hefur af þessum sökum ákveðið að rífa niður öll verð og skora á sjóara í Eyjum að skella sér í sjóstakkinn og koma við í upptökuveri Island Studios að Faxastíg 6.