Kynningarfundur um Landeyjahöfn verður haldinn í dag, miðvikudaginn 5. maí klukkan 17.30 í Höllinni. Þrátt fyrir að ekki hafi verið flugfært til Eyja í dag, þá verður fundurinn haldinn þar sem fundarmenn koma með Herjólfi. Á fundinum verður farið yfir stöðu framkvæmda og framtíðarhorfur og munu fimm aðilar halda framsögu. Elliði Vignisson, bæjarstjóri skrifar á facebook síðu sinni að nýjar upplýsingar verði kynntar á fundinum, m.a. að boðið verði upp á kojur á siglingaleiðinni.