Menntun er forsenda framfara og við gerum kröfu um skóla án aðgreiningar, skóla sem mætir þörfum nemenda í samræmi við þarfir og þroska hvers og eins, skóla þar sem börnin okkar fá jöfn tækifæri. Foreldrar eiga ekki að þurfa að berjast fyrir rétti barns síns í grunnskóla. Það á að vera sjálfsagt að þeir sem þurfa á meiri aðstoð við nám en aðrir fái hana og þeir sem eiga við fötlun að stríða, t.d. skerta heyrn, fái tilhlýðileg úrræði önnur en þau að þurfa að sitja á fremsta bekk eða að leita á náðir líknarfélaga. Það er skylda skólans að mæta þörfum allra nemenda og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins.