Hlustaðu á mig...
17. maí, 2010
Menntun er forsenda framfara og við gerum kröfu um skóla án að­greiningar, skóla sem mætir þörfum nemenda í samræmi við þarfir og þroska hvers og eins, skóla þar sem börnin okkar fá jöfn tækifæri. Foreldrar eiga ekki að þurfa að berjast fyrir rétti barns síns í grunnskóla. Það á að vera sjálfsagt að þeir sem þurfa á meiri aðstoð við nám en aðrir fái hana og þeir sem eiga við fötlun að stríða, t.d. skerta heyrn, fái tilhlýðileg úrræði önnur en þau að þurfa að sitja á fremsta bekk eða að leita á náðir líknarfélaga. Það er skylda skólans að mæta þörfum allra nemenda og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins.
No data was found
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst