Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Eyjamanninn Gunnar Heiðar Þorvaldsson, knattspyrnukappa en hann var í láni hjá enska 1. deildarliðinu Reading frá danska úrvalsdeildarliðinu Esbjerg í vetur. Gunnar Heiðar hefur ekki verið í náðinni hjá Dönunum en hann segir framtíðina óljósa. ,,Það er óvíst hvað tekur við hjá mér. Ég veit að það er áhugi hjá liðum á Englandi og í Svíþjóð en á meðan Esbjerg heldur háum verðmiða á mér þá veit maður ekki hvað verður,“ sagði Gunnar Heiðar í samtali við Morgunblaðið.