Vestmannaeyjabær veitir fjölþætta öldrunarþjónustu í samstarfi við bæði ríkisstofnanir og einkaaðila.
Landfræðileg einangrun samfélagsins okkar gerir það að verkum að við þurfum að uppfylla kröfur um hátt þjónustustig og að gæði þjónustunnar sé ávallt í skoðun. Í úttekt á öldrunarþjónustu í Vestmannaeyjum sem kynnt var í fjölskyldu- og tómstundaráði í byrjun ársins sést glögglega að staða málaflokksins er góð í Vestmannaeyjum, sést það kannski best á því að aldraðir eru almennt mjög ánægðir með þá þjónustu sem bærinn veitir og fá sveitarfélög setja jafn mikið fjármagn í málaflokkinn.