Menntun barna okkar er ein besta fjárfesting sveitarfélagsins, um það erum við sjálfstæðismenn sammála. Áhersla síðustu ára hefur verið á faglegt starf skólanna auk þess sem húsnæði hefur verið endurbætt á báðum skólastigum. Nemendur Grunnskóla Vestmannaeyja hafa náð góðum árangri á samræmdum prófum eins og sést glöggt á árangri 4. bekkjar en þar eru einkunnir nemenda okkar þær hæstu í stærðfræði og með þeim hæstu í íslensku á landinu.