Kvennalið ÍBV leikur fyrsta leik sinn á tímabilinu í kvöld klukkan 18.00 þegar liðið tekur á móti Sindra frá Hornafirði. ÍBV leikur í B-riðli 1. deildar ásamt sjö öðrum liðum en tvö efstu lið riðilsins komast í úrslitakeppni 1. deildar. ÍBV er af mörgum talið eitt af sterkustu liðum 1. deildar enda hafa stelpurnar náð góðum úrslitum gegn úrvalsdeildarliðum í æfingaleikjum vorsins. Þess má geta að leikurinn mun fara fram þar sem Sindraliðið kemur með Herjólfi í dag.