Kjörsókn fer rólega af stað í Vestmannaeyjum en rétt fyrir tólf að hádegi höfðu um 240 manns kosið. Það er rétt tæplega 8% af þeim 3027 íbúa sem eru á kjörskrá. Svavar Steingrímsson, sem vandalega stendur vaktina í annarri af tveimur kjördeildum Vestmannaeyjabæjar sagði í samtali við blaðamann að kjörsókn nú væri heldur minni en oft áður. Hún væri í takti við kjörsókn þegar kosið var um Icesave fyrr á þessu ári.