Klukkan 14:00 höfðu 19,4% íbúa á kjörskrá í Vestmannaeyjum kosið í sveitastjórnakosningunum 2010. Það er örlítið betra en í sveitastjórnakosningunum 2006 en á sama tíma höfðu þá 17,4% kosið. Kjörsókn nú er alveg við meðaltals kjörsókn síðan 1994 en að meðaltali höfðu 19,6% kosið á sama tíma. Kjörsókn nú er svipuð og árið 1998 en klukkan 14:00 höfðu þá 19,2 kosningabærra manna kosið.