Nú rétt í þessu bárust lokatölur úr sveitastjórnakosningunum í Vestmannaeyjum. Sjálfstæðismenn fengu 53,95% eða 1330 atkvæði. Vestmannaeyjalistinn fékk 34,96% atkvæða eða 862 atkvæði og B-listi Framsóknarflokksins og óháðra fékk 8,14% eða 202 atkvæði. Auðir og ógildir voru 71. Þar með liggur ljóst fyrir að skipan bæjarstjórnar helst óbreytt næstu fjögur árin, Sjálfstæðisflokkurinn er með fjóra bæjarfulltrúa og hreinan meirihluta, Vestmannaeyjalistinn heldur sínum þremur bæjarfulltrúum en Framsóknarflokkurinn og óháðir ná ekki inn manni.