Karlalið ÍBV leikur loksins fyrsta heimaleik sinn í dag þegar liðið tekur á móti Breiðabliki en Eyjamenn byrjuðu á fjórum útileikjum. Bæði lið hafa farið ágætlega af stað í Íslandsmótinu, eru bæði með sjö stig og er í 3. – 6. sæti Íslandsmótsins. Liðin skiptu stigunum bróðurlega á milli sín síðasta sumar, Breiðablik vann 0:1 á Hásteinsvelli og ÍBV vann í Kópavogi 3:4.