Í umræðum á Alþingi í gær tók Árni Johnsen, þingmaður Suðurkjördæmis upp umræðu um sjúkraflug til Vestmannaeyja. Árni spurði spurði Þuríður Backman, þingmann VG og formann Heilbrigðisnefndar Alþingis hvort hún væri ekki sammála því að breytinga sé þörf með sjúkraflug. Árni kom inn á nýlegt slys um borð í Gandí VE þar sem maður slasaðist illa á hendi. „Þegar var hringt eftir sjúkraflugi en þá var klukkan 10 mínútur yfir 12. Sjúkraflugvél lenti í Vestmannaeyjum þegar klukkuna vantaði tíu mínútur í tvö. Ekki er búið að bjarga því sem hefði verið hægt að bjarga hjá þessum sjómanni og það hefði gengið mun betur að sögn lækna ef hann hefði komist fyrr í hendur þeirra,“ sagði Árni. Ræðuna alla má lesa hér að neðan.