Segja má að Eyjastúlkur hafi dottið í lukkupottinn nú rétt í þessu þegar dregið var í 16 liða úrslitum Visabikars kvenna. Þegar sex lið voru enn eftir í pottinum var ÍBV eitt þeirra og stórliðin tvö Breiðablik og Valur einnig. ÍBV hafði þó heppnina með sér, stórliðin mætast en andstæðingur ÍBV verður ÍA en Skagastúlkur taka ekki þátt í Íslandsmótinu í ár.