Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Herjólfsdal í vor. ÍBV íþróttafélag er að byggja steinsteypta geymslu, ásamt salernum og aðstöðu fyrir skemmtikrafta á þjóðhátíð. Húsið verður síðan notað sem undirstaða undir Brekkusviðið. Þá hefur Vestmannaeyjabær staðið fyrir ýmsum framkvæmdum. Fyrst má telja að sléttuð og tyrft hefur verið 1500 fm. tjaldstæðisflöt við Herjólfsbæ og settir upp rafmagnstenglakassar fyrir tjaldsvæðisgesti. .