Þingmenn Suðurkjördæmis þrýsta á samgönguráðherra að leggja til fjármagn vegna smábátabryggju í Landeyjahöfn. Verkefnisstjóri hjá Suðurverki segir mikla umferð smábáta vera um höfnina nú þegar. Stefnt er að því að hefja áætlunarsiglingar um Landeyjahöfn 21. júlí næstkomandi. Þingmenn Suðurkjördæmis hafa átt fundi með Kristjáni L. Möller samgönguráðherra vegna fjármagns til að útbúa smábátabryggju. Bent er á öryggissjónarmið þar sem ljóst sé að mikil umferð verði um höfnina, ekki sé hægt að komast hjá því með því einu að sleppa því að gera aðstöðuna.