Þegar sól hækkar á lofti og hitastigið fylgir með, fjölgar þeim sem njóta náttúrunnar og veðurblíðunnar. Fólk ber sig misjafnlega að, margir fara út að hjóla, ganga, hlaupa eða jafnvel liggja bara út í guðsgrænni náttúrunni. Valgerður Óskarsdóttur langaði að fara út að hjóla en það hefur hún ekki getað síðan hún lenti í mjög alvarlegu bílslysi 17. mars 2007. Hún leitaði fyrst eftir hjóli með hjálpardekkjum en var þá bent á þríhjól. Að lokum komst hún yfir eitt slíkt og getur nú hjólað alsæl um bæinn í góða veðrinu.