Undanfarið hafa mótorhjól og bílar verið að stunda hraðakstur upp Strembugötu. Síðast í gærkvöldi var lögreglan að elta mótorhjól á miklum hraða upp Strembugötuna en málið er þeir stinga lögregluna af. Þetta er búið að vera mjög slæmt undanfarin kvöld. Ungir ökumenn á hraðskreiðum bílum stunda sömu iðju, jafnvel samhliða í kappakstri á ofsahraða. Nú er Þæjumótið um helgina og sjálfsagt er matur í Höllinni, þannig að stöðugur straumur krakka er upp Strembugötuna.