Um helgina er haldið hið árlega Pæjumót TM og ÍBV en þar spilar 5. flokkur kvenna. Mótinu hefur vaxið fiskur um hrygg og er mótið fjölmennara en fyrir ári síðan. Mótið hefst á fimmtudagsmorgun en lýkur um miðjan dag á laugardag. Sú nýbreytni að ljúka mótunum á laugardegi hefur mælst vel fyrir hjá gestum Pæju- og Shellmóts. Dagskrá mótsins er með svipuðum hætti og síðustu ár, kvöldvaka á fimmtudagskvöldi, grillveisla, landsleikur og diskósund á föstudagskvöldi og úrslitaleikir á laugardegi. Þess á milli verður spiluð knattspyrna frá morgni til kvölds.