Eymundsson flutti í nýja og glæsilega verslun í húsnæði í Drífanda á horni Strandvegar og Bárustígs á laugardag. Húsnæðið er mun stærra en verslunin var í áður og auk þess að vera ritfanga- og bókaverslun er þar umboð Símans og þar er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Eymundsson er líka með kaffi á boðstólum frá Te & Kaffi og hægt að kaupa kaffibolla og glugga í blöð og tímarit í leiðinni.
Eymundsson verslunin var opin laugardag og sunnudag og brjálað að gera báða dagana að sögn Erlu Halldórsdóttur, verslunarstjóra Eymundsson í Eyjum.