Tvær ferðir Herjólfs voru felldar niður í gær vegna veðurs. Skipið sigldi ekki klukkan 15:00 frá Eyjum og ekki heldur klukkan 21:00. Ölduhæð klukkan 15:00 var 3,5 metrar en 3,9 metrar klukkan 21:00. Farþegar sem komust með skipinu til Eyja fullyrða að Herjólfur hafi tekið niðri. Atvikinu er lýst þannig að farþegar hafi mjög greinilega fundið högg koma á skipið þegar það sigldi út úr höfninni.