Á mbl.is er sagt frá því að Herjólfi hafi seinkað í morgunferðinni en tökur á kvikmynd í Vestmannaeyjum hafi sett strik í reikningin í ferðum skipsins. Verið var að taka upp atriði þar sem líkfylgd kemur út úr Herjólfi en tökurnar seinkuðu brottför um 20 til 25 mínútur. Ekki fengust upplýsingar um hvaða kvikmynd er verið að taka upp en líkur leiddar að því að þær séu fyrir Djúpið, í leikstjórn Baltasars Kormáks. Hins vegar eru meiri líkur á því að þarna sé á ferðinni fólk sem vinnur að nýrri íslenskri kvikmynd, Eldfjall/Volcano.