Fíflalús fer ört fjölgandi en á þessum árstíma skríður lúsin upp um veggi og inn um glugga, húseigendum til ama. Sighvatur Jónsson, fréttaritari RÚV í Eyjum ræddi við Jónas Þór Sigurbjörnsson, garðyrkjufræðing um lúsina en hann hefur aldrei eitrað jafn mikið fyrir lúsinni og núna. Sjálfri lúsinni lýsir Jónas þannig að hún sé svört, 2-3 mm. að stærð og sumar þeirra eru með vængi og geti því flogið. Þær eru í milljónatali í einum garði.