Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og ekkert um alvarleg mál sem upp komu. Rólegt var í kringum skemmtistaði bæjarins og þurfti lögregla ekki að hafa teljanleg afskipti af gestum staðanna. Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í vikunni en í báðum tilvikum um minniháttar óhöpp að ræða. Tvær kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum, í öðru tilvikunu var skráningarnúmer tekið af bifreið vegna vanrækslu á að greiða lögbundnar tryggingar en í hinu tilvikunu var um að ræða árekstur þar sem sá er tjóninu olli tilkynnti ekki um óhappið.