Brynjar Gauti Guðjónsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við ÍBV. Brynjar Gauti er aðeins 18 ára gamall en skipaði engu að síður stórt hlutverk í liði Víkings frá Ólafsvík í sumar en Víkingar unnu 2. deildina með fáheyrðum yfirburðum og komust alla leið í undanúrslit bikarkeppninnar. Brynjar átti fast sæti í byrjunarliðinu og var fyrirliði Víkinga í sumar. Brynjar Gauti á einnig leiki að baki með yngri landsliðum Íslands og var m.a. fyrirliði U-19 ára landsliðsins í ár.